Hákon Hrafn sigraði 10 km. hlaupið í Gamlárshlaupi Völsungs

Gamlárshlaup Völsungs fór fram í dag en hlaupinu var startað frá sundlaugarplaninu með flugeldasýningu Kiwanismanna stundvíslega kl. 11.

Gamlárshlaup Völsungs fór fram í dag en hlaupinu var startað frá sundlaugarplaninu með flugeldasýningu Kiwanismanna stundvíslega kl. 11.

Kjöraðstæður voru til hlaupa, 2 stiga frost, létt norðanátt og gripgóðar götur.

Þátttakendur, sem voru um 40 talsins, höfðu um þrjár vegalengdir að ræða, 3 km skemmtiskokk, og svo 5 km og 10 km hlaup með tímatöku.

Að hlaupi loknu voru í boði veitingar frá MS.

Í 10 km hlaupi varð Hákon Hrafn Sigurðsson hlutskarpastur að vanda á tímanum 38:22. Í öðru sæti varð Ágúst Brynjarsson á tímanum 43:04 og bróðir hans Rúnar Brynjarsson varð þriðji á 44:57.

Í 5 km hlaupi kom Heiðar Halldórsson fyrstur í mark á tímanum 21:42 eftir harða iðnaðarmannabaráttu við Sigmar Stefánsson sem var annar á 22:18. Þriðji var Þórir Örn Gunnarsson á 24:22.

Hér má lesa öll úrslit hlaupsins


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744