Hákon Hrafn og Hulda Ósk fyrst í mark í Gamlárshlaupi SkokkaÍþróttir - - Lestrar 693
Gamlárshlaupið á Húsvík var haldið í fimmta sinn og hófst kl. 13:00 við Sundlaug Húsavíkur.
Í þetta sinn voru 31 þátttakandi . Hákon Hrafn Sigurðsson stakk að venju verðuga keppinauta af í 10 km. hlaupinu og lauk hann hlaupinu á tímanum 37:36. Í 5 km. hlaupinu gaf Hulda Jónsdóttir ekkert eftir og varð hlutskörpust á tímanum 21:32.
Hákon Hrafn nálgast endamarkið.
Hörð barátta hjá Jóni Fr. Einarssyni og Hólmgeir Rúnari Hreinssyni um annað sætið.
Við endamarkið voru að venju veitt útdráttarverðlaun og notið gestrisni Sundlaugar Húsavíkur. Vert er að þakka eftirfarandi aðilum fyrir veittan stuðning og aðstoð; Kiwanis á Húsavík, Landsbankanum, Íslandsbanka, Ísneti, Skóbúð Húsavíkur, Tákn – sportvöruverslun, Háriðjunni, Bílaleigu Húsavíkur og Lyfju Húsavík.
Heiðar Smári Þorvaldsson kampakátur með verðlaun sín.
Starfsmenn hlaupsins voru Fríður Helga Kristjánsdóttir, Fanney Hreinsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Ingólfur Freysson.
Úrslit hlaupsins urðu eftirfarandi:
10 km. hlaup
Hákon Hrafn Sigurðsson 1974 37:36
Jón Friðrik Einarsson 1961 45:12
Hólmgeir Rúnar Hreinsson 1979 45:13
Heiðar Halldórsson 1986 46:03
Ágúst Óskarsson 1966 46:47
Eygló Traustadóttir 1971 49:51
5 km. hlaup
Hulda Jónsdóttir 1997 21:32
Jökull Úlfarsson 1979 21:38
Hlynur Snæþórsson 1999 22:02
Aðalsteinn Snæþórsson 1968 22:05
Snæþór Aðalsteinsson 1996 23:18
Guðmundur Ólafsson 1963 23:57
Daníel Borgþórsson 1975 24:03
Valtýr Guðmundsson 1990 24:13
Höskuldur Skúli Hallgrímsson 1969 24:40
Kári Páll Jónasson 1963 25:05
Þórir Aðalsteinsson 1964 25:45
Heiðar Smári Þorvaldsson 1974 26:32
Kiddý Hörn Ásgeirsdóttir 1985 27:47
Erla Ásgeirsdóttir 1977 28:07
3 km. skemmtiskokk
Arnfríður Aðalsteinsdóttir
Ágústa Pálsdóttir
Björgvin Vigfússon
Elín Kristjánsdóttir
Elísabet Anna Helgadóttir
Guðrún Ólafía Tómasdóttir
Helga Þuríður Árnadóttir
Jakob Róbertsson
Pála Margrét Gunnarsdóttir
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Svava Kristjánsdóttir
Með því að smella á myndirnar, sem fengnar eru hjá aðstandendum hlaupsins, má fletta þeim og skoða í stærri upplausn.