Hagnađur Sjóbađanna dregst samanAlmennt - - Lestrar 208
Sjóböđ ehf., félag sem rekur GeoSea sjóböđin á Húsavík, skilađi 7,4 milljóna króna hagnađi á síđasta ári samanboriđ viđ 57,4 milljóna hagnađ áriđ 2021.
Frá ţessu segir á vef Viđskiptablađsins en tekjur Sjóbađanna, sem opnuđu í september 2018, námu 257 milljónum króna og drógust saman um 7,4% á milli ára. Á sama tíma námu rekstrargjöld 212 milljónum króna og jukust um 18% á milli ára.
"Í skýrslu stjórnar segir ađ rekstur félagsins hafi gengiđ vel á árunum 2021 og 2022 ţrátt fyrir áhrif Covid-19 faraldursins á ferđaţjónustuna. Ţá segir ađ bókunarstađa félagsins fyrir áriđ 2023 sé góđ og er gert ráđ fyrir vexti í starfseminni.
Fjárfestingarsjóđurinn Norđurböđ er stćrsti hluthafi félagsins međ 34,7% hlut. Útgerđarmađurinn Pétur Stefánsson er nćst stćrsti hluthafi Sjóbađanna međ 29% hlut. Ţá eiga Jarđböđin á Mývatni 22% hlut í Sjóböđunum og Orkuveita Húsavíkur ohf. 13,8% hlut". Segir í frétt Viđskiptblađsins.