Hagnađur af rekstri Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga 205 milljónir króna

Ađalfundur Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga var haldinn 8. maí s.l. í félagsheimilinu Breiđumýri í Reykjadal.

Örn Arnar sparisjóđsstjóri og Jón formađur HSŢ.
Örn Arnar sparisjóđsstjóri og Jón formađur HSŢ.

Ađalfundur Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga var haldinn 8. maí s.l. í félagsheimilinu Breiđumýri í Reykjadal.

Rekstur sparisjóđsins gekk vel á síđasta ári, hagnađur af starfseminni var 204,7 milljónir króna eftir skatta.

Ađsend mynd

Um síđustu áramót voru heildareignir sparisjóđsins 13,1 milljarđar króna og hafa aukist um 840 milljónir á milli ára. Innlán voru á sama tíma um 11,5 milljarđar. Eigiđ fé sparisjóđsins var 1,3 milljarđur í árslok og lausafjárstađa er sterk.

Í stjórn sparisjóđsins voru kjörin Andri Björgvin Arnţórsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Margrét Hólm Valsdóttir og Sigríđur Jóhannesdóttir. Varamenn, Bergţór Bjarnason og Pétur B. Árnason.

Ađsend mynd

Sparisjóđsstjóri og stjórn Sparisjóđs Suđur-Ţingeyinga: Frá vinstri, Örn Arnar Óskarsson sparisjóđsstjóri, Eiríkur Haukur Hauksson, Elísabet Gunnarsdóttir, Margrét Hólm Valsdóttir og Andri Björgvin Arnţórsson, Sigríđi Jóhannesdóttur vantar á myndina.

Stuđningur viđ íţróttastarf barna og ungmenna HSŢ

Á ađalfundinum var tilkynnt ađ Sparisjóđurinn muni styrkja íţróttastarf barna og ungmenna hjá ađildarfélögum Hérađssambands Ţingeyinga (HSŢ) um samtals 11 milljónir króna á árinu. Nánari útfćrsla verđur kynnt ađildarfélögunum á nćstunni.

Ađsend mynd

Örn Arnar Óskarsson sparisjóđsstjóri og Jón Sverrir Sigtryggsson formađur HSŢ.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744