Hættuleg gatnamót? Varasöm beygja?Almennt - - Lestrar 90
Þingeyjarsveit vinnur nú að umferðaröryggisáætlun fyrir sveitarfélagið.
Markmið hennar er að búa til aðgerðaráætlun svo auka megi öryggi í sveitarfélaginu, fækka slysum og auka lífsgæði íbúa sem og annarra sem um sveitarfélagið ferðast.
Frá þessu segir á heimasíðu Þingeyjarsveitar en mikilvægur hluti vinnunnar er að kortleggja hætturnar í umferðinni. Kortlagning hættustaða mun ekki bara byggja á hvar slysin hafa átt sér stað heldur einnig taka mið af mikilvægri upplifun íbúa á varasömum stöðum og mögulegum hindrunum í gatna- og stígakerfinu.
Því hefur sveitarfélagið ákveðið að efna til stafræns íbúasamráðs þar sem öllum íbúum gefst tækifæri á að koma sínum ábendingum áleiðis. Óskað er eftir ábendingum íbúa varðandi þá staði sem þeir upplifa hættulega í umferðinni.
Sérstök ábendingagátt verður opin til 20. febrúar nk. Í gegnum eftirfarandi hlekk https://arcg.is/0vamW82
Láttu í þér heyra því þú þekkir þitt nærumhverfi best!