Guðrún Þóra valin efnilegust í 2. deild kvennaÍþróttir - - Lestrar 322
Völsungurinn Guðrún Þóra Geirsdóttir var í kvöld valin efnilegasti leikmaður 2. deildar kvenna í ár.
Val á liði ársins, þjálfara ársins, leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum var opinberað í kvöld en Fótbolti.net fylgdist vel með 2. deildinni í sumar.
Fótbolti.net fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins og hér má lesa nánar um það.
Guðrún Þóra var einnig valin í úrvalslið 2. deildar 2019 en Völsungur á þrjá leikmenn í því. Hinar eru Harpa Ásgeirsdóttir og Linzi Taylor.
Á varamannabekknum voru þrír Völsungar, Arna Benný Harðardóttir, Dagbjört Ingvarsdóttir og Niamh Monica Coombes.
Þjálfari Völsungs, John Andrews, var valin þjálfari ársins en liðið vann deildina nokkuð sannfærandi, vann 11 leiki og gerði eitt jafntefli.
Taciana Da SilvaSouza leikmaður Gróttu var valin leikmaður ársins en fjórir leikmenn Völsungs voru tilnefndir, Dagbjört Ingvarsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir, Linzi Taylor og Aimee Durn.
Guðrún Þóra Geirsdóttir valin efnilegust og í lið ársins.
"Hin 15 ára Guðrún Þóra Geirsdóttir átti frábært tímabil í liði Völsungs. Þetta var hennar fyrsta tímabil í meistaraflokki og hún náði aldeilis að festa sig í sessi og vekja athygli fyrir góða frammistöðu. Flott sumar hjá þessum efnilega leikmanni sem gaman verður að fylgjast með í Inkasso-deildinni að ári" segir í umfjöllun á Fótbolti.net
Harpa Ásgeirsdóttir fyrirliði var valin í lið ársins og tilnefnd sem besti leikmaðurinn.
Linzi Taylor er í liði ársins og tilnefnd sem besti leikmaðurinn.
Dagbjört Ingvarsdóttir var tilnefnd sem leikmaður ársins.
John Henry Andrews þjálfari ársins.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.