Gulaug Gsladttir: Sjkratryggingar htti a niugreia komugjld til sjlfsttt starfandi lkna

Hvernig yri landsmnnum vi ef eftirfarandi frttatilkynning brist fr Sjkratryggingum slands? „Fr og me ramtum htta Sjkratryggingar

Hvernig yrði landsmönnum við ef eftirfarandi fréttatilkynning bærist frá Sjúkratryggingum Íslands? Frá og með áramótum hætta Sjúkratryggingar Íslands að niðurgreiða komugjöld til sjálfstætt starfandi lækna. Með því hyggst ríkisstjórnin spara rúma sex milljarða[1]. Gríðarleg hagræðing ætti að verða í rekstri heilbrigðiskerfisins með þessu fyrirkomulagi. Meiri hluti landsbyggðarinnar hefur komist af án beins aðgangs að sérfræðingum frá landmámi þannig að þetta nýja fyrirkomulag er ekki talið valda teljandi vandræðum. Verkefnisstjórn á vegum heilbrigðisráðherra er þessa dagana í samningaviðræðum við norsk heilbrigðisyfirvöld um að senda nokkra sérfræðinga til landsins einu sinni í mánuði til þess að sinna svokölluðum „jaðartilvikum.“ Sérstakur starfshópur á vegum Heilbrigðisráðuneytisins vinnur nú að fyrirkomulagi jaðarþjónustunnar.

 


 

 


 


 

 

Í fljótu bragði virðist þessi tillaga hljóma galin, en aukning kostnaðar í heilbrigðismálum sýnist oftar en ekki galinn. Hér að neðan má sjá aukningu í útgjöldum ríkisins vegna heilbrigðismála í nokkrum málaflokkum á sjö ára tímabili frá 2002-2009:

Brýn læknismeðferð erlendis: útgjöld jukust um tæpar 1.300 milljónir - 300% aukning

Hjálpartæki: útjgöld jukust um rúmar 1.600 milljónir - 150% aukning

Þjálfun: útgjöld jukust um tæpa 1.200 milljónir - 130% aukning

Læknishjálp: útgjöld jukust um tæpar 3.200 milljónir - 111% aukning

Lyf: útgjöld jukust um rúmar 5.300 milljónir - 97% aukning

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga: útgjöld hafa vaxið um tæpar 250 milljónir - 37% aukning

Af ofangreindum tölum má sjá að útgjöld ríkisins varðandi læknishjálp (sem eru niðurgreiðslur ríkisins í komugjöldum til sjálfstætt starfandi lækna) hafa aukist um 3.200 milljónir eða 111% á síðastliðnum sjö árum. Á sama tíma hefur kostnaður vegna Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, sem þjónar rúmlega 5000 manna svæði, vaxið um aðeins 250 milljónir. Útgjöld ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga hafa staðið í stað frá árinu 2008 á meðan þau hafa vaxið enn frekar í mörgum öðrum málaflokkum. Í fjárlögum 2011 er ætlunin að skerða fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða 368 milljónir. Það nemur tæpum 13% af heildarskerðingu til heilbrigðismála á Íslandi, hjá stofnun sem fékk minna en 1% af fjárveitingu ríkisins til heilbrigðismála árið 2010.

Ef þessi niðurskurður gengur eftir mun sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga leggjast af og hátt í 70 manns missa vinnuna. Um 5% starfa á Húsavík munu leggjast af. Auk þess að vega harkalega að grunnþjónustu á svæðinu, mun þessi aðgerð ein og sér valda óbætanlegu tjóni í byggða- og atvinnumálum í Þingeyjarsýslum. Ofangreindar tölur sýna með óyggjandi hætti að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er ekki orsakavaldur óhóflegar hækkunar í útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála, og því getur lausnin á þeim vanda ekki verið að skera fyrst og fremst niður starfsemi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 97.611 milljónum króna til heilbrigðismála árið 2011. Árið 2010 er fjárveiting til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga 926 milljónir króna, eða innan við eitt prósent. Samt sem áður á stofnunin að bera tæp 13% af niðurskurði til allra heilbrigðismála á Íslandi. Það er von að Þingeyingar spyrji hvað Heilbrigðismálaráðuneytinu gangi til.

Í upphafi skal endinn skoða. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er ekki hluti af vanda fjárlagahalla ríkissjóðs. Stofnunin sinnir grunnþjónustu á sviði heilbrigðismála á hagkvæman og skilvirkan máta. Stofnunin er jafnframt stærsti vinnustaðurinn í Þingeyjarsýslu og ein af máttarstoðum samfélagsins. Það er satt að segja „galið“ að með fjárlögum 2011 eigi að kippa fótunum undan Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og samfélaginu hér, það bjargar engu. Á meðan kostnaður við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga lækkaði á milli áranna 2008 og 2009, jókst kostnaður ríkisins vegna lyfjamála um tæpar 1.500 milljónir; vegna læknishjálpar um rúmar 1.100 milljónir; vegna hjálpartækja um rúmar 600 milljónir og vegna læknismeðferðar erlendis um rúmar 600 milljónir. Ég skora á alla þingmenn landsins og ráðherra að hafna fyrirhugðum niðurskurði til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og standa frekar vörð um fyrirmyndarstofnun á sviði reksturs og þjónustu. Ekki hengja bakara fyrir smið.

Aukning kostnaðar á milli áranna 2002 og 2009 í nokkrum málaflokkum á sviði heilbrigðismála.

 

Málaflokkur  2002/mkr 2009/mkr   Aukning í mkr  Aukning í % 
 Læknishjálp  2.860   6.037  3.177  111% 
 Lyfjakostnaður  5.441 10.743  5.302  97% 
 Hjálpartæki  1.108   2.766  1.658  150% 
 Þjálfun     968   2.224  1.256  130% 
 Brýn læknismeðferð erelndis     418   1.689  1.271  304% 
 Heilbrigðisstofnun Þingeyinga     670      921     251  37%
Tölulegar heimildir fengnar úr reikningum Sjúkratrygginga Íslands og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga

 

Aukning kostnaðar á milli áranna 2008 og 2009 í nokkrum málaflokkum á sviði heilbrigðismála.

Málaflokkur  2008/mkr 2009/mkr  Aukning í mkr Aukning í % 

Lækniskostnaður 

4.925   6.037  1.112 23% 
Lyfjakostnaður 9.287 10.743  1.456  16% 
Hjálpartæki  2.129    2.766     637  30% 

Þjálfun

1.872   2.224     352  19% 
Brýn læknismeðferð erlendis 1.061    1.689    628  59% 
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga    928       921       -7  -1% 
Tölulegar heimildir fengnar úr reikningum Sjúkratrygginga Íslands og Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga

 

Höfundur greinar:

Guðlaug Gísladóttir, verkefnisstjóri

gulla@hac.is

 

[1]Samkvæmt reikningum Sjúkratrygginga Íslands var kostnaður við læknishjálp árið 2009 um 6.037 milljónir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744