GPG Seafood styrkir uppbyggingu rafíþrótta á Húsavík

Tölvuleikjamót hafa verið fastur liður í félagslífi Íslendinga frá síðustu aldamótum. Þegar ljóst varð að rafíþróttir væru komnar til að vera fóru

Tölvuleikjamót hafa verið fastur liður í félagslífi Íslendinga frá síðustu aldamótum.

Þegar ljóst varð að rafíþróttir væru komnar til að vera fóru framhalds- og háskólar að halda slík mót og móta fræðslu samhliða uppbyggingu rafíþrótta.

Rafíþrótt er íþrótt þar sem keppt er í tölvuleikjum. Oftast er um að ræða skipulagðar keppnir í fjölspilunarleikjum milli atvinnumanna sem keppa ýmist sem einstaklingar eða lið.

Á haustönn 2021 fór Framhaldsskólinn á Húsavík á stað með nám í rafíþróttum í fyrsta sinn. Við undirbúning námsins var haft samráð og leitað ráðgjafar hjá Rafíþróttasamtök Íslands. Aðstöðu til rafíþrótta var komið upp í skólanum með fimm tölvum. Sömuleiðis hafa nemendur Borgarhólsskóla nýtt sér aðstöðuna.

Nýlega gaf GPG fiskverkun milljón króna til frekari uppbyggingar við aðstöðuna í Framhaldsskólanum á Húsavík og eru tölvurnar núna orðnar átta. Það munar mjög miklu í náminu og leikskipulaginu að hafa átta tölvur í stað fimm.

Gunnlaugur Karl Hreinsson, eigandi GPG fiskverkunar segist ánægður með framtakið og vonast til að námið stækki og þroskist. Sjálfur hafi hann alltaf haft gaman af Pac-man tölvuspilinu á sínum tíma.

Með þessari myndarlegu viðbót við tölvuver í Framhaldsskólans opnast ýmsir möguleikar og tækifæri til að byggja upp félagsstarf í kringum rafíþróttir.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744