Gngufer landi Daastaa-Landbtur samhlia saufjrbskap

Gunnar Einarsson bndi Daastum bur hugasmum um landbtur, landgrslu, skgrkt og rum nttruunnendum gngufer um landareignina

Gngufer landi Daastaa-Landbtur samhlia saufjrbskap
Asent efni - - Lestrar 668

Gunnar Einarsson bóndi á Daðastöðum býður áhugasömum um landbætur, landgræðslu, skógrækt og öðrum náttúruunnendum í gönguferð um landareignina laugardaginn 7. júlí 2012.

Gengið verður eftir kindagötum um uppgrædda mela, náttúrulegan birkiskóg, numið staðar við minjar landnámsbýlisins Klaufargerðis og lesið í landið. Gunnar mun miðla af þrjátíu ára reynslu sinni af landgræðslu, sauðfjárbúskap og heimshornaflakki. Skemmtileg gönguleið í fallegu umhverfi.

Gert er ráð fyrir að gangan taki um 2,5-3 klst. með stoppum, eða frá kl. 15.00 til 18.00. Skráning og frekari upplýsingar í síma 863 1679 (Lísa), 892 5228 (Gunnar) eða e-mail saudkind@simnet.is.

Sjá nánar á www.dadastadir.blogcentral.is.

Dadastadir1

Dadastadir3

Dadastadir2

Dadastadur


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744