Goðinn í 5. sæti eftir fyrri hlutannÍþróttir - - Lestrar 106
Skákfélagið Goðinn tók þátt í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í Fjölnishöllinni í Grafarvogi um nýliðna helgi.
Goðinn sendi eina sveit til keppni í 4. deild en lengi stóðu vonir til þess að það næðist að manna í tvö lið en of mikil forföll á lykilmönnum á síðustu dögum fyrir mót urðu til þess að aðeins eitt lið hóf keppni.
"Við höfðum þó þrjá varamenn og ákveðið var við upphaf móts að skipta grimmt inn á neðri borðin, þannig að allir tefldu amk. tvær skákir af fjórum.
Ákveðið var að leggja frekar áherslu á að leyfa þremur nýliðum að tefla svo þeir fái reynslu af því að tefla á Íslandsmóti, heldur en að stilla alltaf upp sterkast mögulega liðinu í öllum umferðunum.
Það plan gekk ágætlega upp". Segir m.a í pistli Hermanns Aðalsteinssonar formanns Goðans á heimasíðu félagsins en þar má einnig skoða myndir frá mótinu.