Gjaldtaka á bílastæðum í miðbæ og á hafnarsvæði Húsavíkur hefst 1. maí

Samkvæmt samþykkt um bílastæðasjóð Norðurþings hefst gjaldtaka á völdum bílastæðum í miðbæ og hafnarsvæði Húsavíkur þann 1. maí n.k. og stendur út

Samkvæmt samþykkt um bílastæðasjóð Norðurþings hefst gjaldtaka á völdum bílastæðum í miðbæ og hafnarsvæði Húsavíkur þann 1. maí n.k. og stendur út september.

Í tilkynningu kemur fram að ráðið telji að með gjaldtöku á bílastæðum sé hægt að stýra umferð um hafnasvæðið á Húsavík á valin gjaldfrjáls bílastæði annarsstaðar í bænum yfir mesta ferðamannatímann.

Eitt gjaldsvæði er við hafnasvæði og miðbæ Húsavíkur, P1. Gjald fyrir fyrstu 60 mínúturnar er 220 kr. Eftir það hækkar gjaldið í 500 kr á hverja klst. Einungis er rukkað fyrir rauntíma sem bíl er lagt í stæði. Gjaldskyldutími er frá kl. 08:00 – 20:00 alla daga vikunnar frá 1. maí til 30. september ár hvert. 
Október-apríl eru gjaldfrjálsir mánuðir.

Búið er að gera samning við PARKA um innheimtu á gjaldi fyrir gjaldskyld stæði skv. gjaldskrá með rafrænni greiðslulausn. Hægt verður að greiða fyrir viðveru í gjaldskyldum stæðum í snjallforriti PARKA eða með greiðslu á vefsíðunni www.parka.is

Sett verða upp skilti við innkeyrslu í bæinn til upplýsinga fyrir ferðafólk og einnig við gjaldskyld svæði.

Þetta er fyrsta árið sem gjaldtakan fer fram og er þess vænst að íbúar taki vel í verkefnið enda bílastæðin sem um ræðir utan hefðbundinna bílastæða fyrir íbúa. Búið er að kynna verkefnið fyrir hagaðilum og fyrirtækjum á hafnarsvæði og verður haft frekari samvinna við þau þegar reynsla kemur á gjaldtökuna.

Hér má kynna sér samþykkt bílastæðasjóðs.

Hér má sjá gjaldskrá bílastæðasjóðs. 

Aðsend mynd

Kort af gjaldskyldum stæðum og frístæðum.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744