Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.

Gistinóttum í júní fjölgar og herbergi betur nýtt
Fréttatilkynning - - Lestrar 99

Fosshótel Húsavík.
Fosshótel Húsavík.

Aldrei hafa skráðar gistinætur á hótelum verið fleiri í júní á Norðurlandi en á þessu ári. 

Alls voru þær 54.236, sem er 8% fjölgun frá síðasta ári.

Í fréttatilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að nýting hótelherbergja hafii ekki verið betri og helst stöðug á milli ára sem er sérstaklega jákvætt í ljós þess að hótelum fjölgaði um tvö og herbergjum um 71.  Þróunin í nýtingu herbergja í þessum mánuðum hefur verið á uppleið síðustu ár, ef frá eru talin árin 2020 og 2021 vegna heimsfaraldurs, og ljóst er að tækifærin til að gera enn betur eru til staðar.

Þegar tölur fyrir maí mánuð eru skoðaðar sést að sumartímabilið er að lengjast, sem er afar jákvætt. Skráðum gistinóttum fjölgaði um 27% frá síðasta ári og voru samtals 39.883 talsins. Eins og sést hér að neðan er fjölgunin veruleg frá því sem var fyrir heimsfaraldur og það sama má segja um júnímánuð.

Sem fyrr segir er þessi aukning í maí-mánuði jákvæð með tilliti til þess markmiðs ferðaþjónustunnar á Norðurlandi að jafna árstíðarsveifluna eins og kostur er. Vísbendingar eru um að sumartímabilið sé einnig að teygja sig lengra inn í september og október, sé miðað við síðasta ár og góða bókunarstöðu á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá samstarfsfyrirtækjum MN.

 Lesa nánar hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744