Gistinóttum fjölgar á ný

Eftir fćkkun á miđsvćđi Gaums, sjálfbćrniverkefnisins á Norđurlandi eystra um 146.023 gistinćtur á milli áranna 2019 og 2020 fjölgađi gistinóttum á

Gistinóttum fjölgar á ný
Almennt - - Lestrar 139

Frá Kópaskeri.
Frá Kópaskeri.

Eftir fćkkun á miđsvćđi Gaums, sjálfbćrniverkefnisins á Norđurlandi eystra um  146.023 gistinćtur á milli áranna 2019 og 2020 fjölgađi gistinóttum á hótelum, gisti-heimilum og í heimagistingu annarri en airbnb á árinu 2021.

Gistinćtur voru alls 203.748 eđa álíka margar og áriđ 2015. Framan af árinu voru gistinćturnar afar fáar eđa allt niđur í 589 í janúar en ţegar vorađi tók ţeim ađ fjölga.

Flestar voru gistinćturnar í ágúst, 56.289 talsins. Frambođ á gistirými var meira á árinu 2021 en árinu 2020 ef frá eru taldir janúar, febrúar, mars og júlí ţar sem frambođ á gistirými var meira áriđ 2020.

Nýting gistirýma er áţekk á milli áranna 2020 og 2021 fyrri hluta ársins en frá og međ ágústmánuđi og til ársloka er nýtingin betri áriđ 2021, munar allt frá um 6 prósentustigum í desember upp í um 40 prósentustigum í septembermánuđi. Nýtingin yfir áriđ er áţekk ţví sem var árin 2013 og 2014 en ţá var nýting yfir áriđ 26,11% og 25,35% en áriđ 2021 var hún 25,27%.

Ef gistinćtur á Miđsvćđi eru bornar saman viđ gistinćtur á landinu öllu má sjá ađ á árinu 2020 var hlutfall gistinátta á Miđsvćđi 6,7% af allri gistingu á Íslandi en áriđ 2021 var hlutfalliđ 8,2%. Mikiđ hrun varđ í gistingu á landinu öllu á milli áranna 2019 og 2020 en auking verđur. Nýting gistirýma eykst á milli áranna 2020 og 2021 úr 17,6% í 25,27 % á Miđsvćđi en úr 20,5% á landinu öllu í 31,8%. 

Gaumur fylgist einnig međ gistinóttum á tjaldsvćđum. Ef heildarfjöldi gistinátta er skođađur í samanburđi viđ fyrri ár voru ţćr 52.139 eđa álíka margar og sumariđ 2016. Í fyrsta skipti eru nćgilega mörg tjaldsvćđi opin á haustmánuđum til ađ hćgt sé ađ birta mćlingar fyrir ţá mánuđi. Í október voru gistinćtur 1.616, í nóvember 271 og 58 í desember. Gistinćtur voru flestar í júlí en undanfarin ár eđa aftur til ársins 2015 hafa gistinćtur veriđ flestar í ágúst. 

Skođa má ţróun gistingar á Miđsvćđi í vísi 3.2

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744