Gestur verður for­stjóri Um­hverfis- og orku­stofnunar

Gestur Péturs­son, for­stjóri PCC BakkiSilicon, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann hætta störfum um leið og nýr for­stjóri verður ráðinn í hans stað.

Gestur Pétursson. Aðsend mynd.
Gestur Pétursson. Aðsend mynd.

Gestur Péturs­son, for­stjóri PCC BakkiSilicon, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann hætta störfum um leið og nýr for­stjóri verður ráðinn í hans stað.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá PCC BakkiSilicon á Húsa­vík en sam­hliða því til­kynnir stjórnar­ráðið að um­hverfis-, orku- og lofts­lags­ráð­herra hefur skipað Gest í em­bætti for­stjóra Um­hverfis- og orku­stofnunar.

Al­þingi sam­þykkti í júlí frum­vörp um nýja Um­hverfis- og orku­stofnun og Náttúru­verndar­stofnun. Ný Um­hverfis- og orku­stofnun tekur við starf­semi Orku­stofnunar og hluta af starf­semi Um­hverfis­stofnunar, en Náttúru­verndar­stofnun tekur við Vatna­jökuls­þjóð­garði og starf­semi náttúru­verndar­sviðs Um­hverfis­stofnunar auk líf­ríkis- og veiði­stjórnunar­hluta hennar.

Gestur hefur verið for­stjóri PCC Bakki Silicon frá árinu 2022 en hann var áður fram­kvæmda­stjóri Veitna.

Gestur lauk meistara­gráðu í iðnaðar- og rekstrar­verk­fræði með á­herslu á orku­mál og á­hættu­stýringu frá Okla­homa Sta­te Uni­versity í Banda­ríkjunum árið 1998. vb.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744