Gestur verður forstjóri Umhverfis- og orkustofnunarAlmennt - - Lestrar 76
Gestur Pétursson, forstjóri PCC BakkiSilicon, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hann hætta störfum um leið og nýr forstjóri verður ráðinn í hans stað.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá PCC BakkiSilicon á Húsavík en samhliða því tilkynnir stjórnarráðið að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Gest í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar.
Alþingi samþykkti í júlí frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun tekur við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun tekur við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis- og veiðistjórnunarhluta hennar.
Gestur hefur verið forstjóri PCC Bakki Silicon frá árinu 2022 en hann var áður framkvæmdastjóri Veitna.
Gestur lauk meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. vb.is