Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon

Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og

Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon
Fréttatilkynning - - Lestrar 391

Gestur Pétursson.
Gestur Pétursson.

Gestur Pétursson er nýr forstjóri PCC BakkiSilicon. Hann tekur við starfinu af Rúnari Sigurpálssyni sem mun halda áfram störfum fyrir PCC samstæðuna og einbeita sér að þróunarverkefnum á Íslandi.

Gestur Pétursson, forstjóri PCC BakkiSilicon: „Það er spennandi fyrir mig að ganga til liðs við hópinn hjá PCC Bakka og vinna að þeim tækifærum sem þar hafa myndast vegna þeirrar miklu og góðu vinnu sem unnin hefur verið þar á undanförnum árum. Ennfremur, framtíðar vaxtatrækifæri sem eru fólgin í virðiskeðju kísilmáls eru traustur grunnur til virðisauka, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk PCC.

Rúnar Sigurpálsson, fráfarandi forstjóri: „Árin á Bakka hafa verið viðburðarrík. Eftir margvíslega upphafserfiðleika sem og COVID þá er rekstur verksmiðjunnar orðinn stöðugur. Ennfremur, eftir að vel heppnaðri fjárhagslegri endurskipulagninu lauk nú í vor, þá er félagið vel í stakk búið til að takast á við framtíðaráskoranir. Þess vegna tel ég að þetta sé afar góður tímapunktur fyrir mig að rétta nýjum manni keflið og hlakka til að takast á við ný verkefni innan PCC samstæðunnar.

Peter Wenzel stjórnarfomaður PCC BakkiSilicon: „Ég vil nota þetta tækifæri og bjóða Gest velkomin til liðs við PCC BakkiSilicon og eins vil ég þakka Rúnari fyrir hans mikla framlag á þessum viðburðaríku árum. PCC BakkiSilicon stendur á traustum fótum í dag og við hlökkum til að þróa fleiri verkefni á Íslandi í samstarfi við Gest og Rúnar.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744