07. jún
Gestirnir jöfnuðu í uppbótartímaÍþróttir - - Lestrar 303
Völsungar fengu nágranna sína úr Dalvík/Reyni í heimsókn 2. deildinni í gærkveldi.
Með sigri hefðu Völsungar náð toppsætinu en það gekk ekki eftir.
Leiknum lauk með jafntefli 1-1 eftir að gestirnir höfðu jafnað í uppbótartíma.
Guðmundur Óli Steingrímsson hafði komið Völsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins.