Gentle Giants færði GH fjögur golfsett að gjöfAlmennt - - Lestrar 746
Um 12% Íslendinga spila golf. Næst vinsælasta íþróttin á eftir fótbolta. Það eru 33.161 golfvellir á Jörðinni í 208 löndum.
Um 70 milljónir manna ferðast um Jörðina til að spila golf. Eitt af aðdráttarafli Húsavíkur er Katlavöllur. Það fjölgar á hverju ári ferðamenn sem sækja völlinn. Hann þarf ekki að kynna fyrir Íslendingum enda fallegast níu holu völlur landsins eins og segir á Fésbókarsíðu GH.
Til að mæta þessari eftirspurn þarf að leigja út golfsett til ferðafólks. Gentle Giants kom færandi hendi á Katlavöll og færði Golfklúbbi Húsavíkur fjögur glæsileg golfsett að gjöf. Tvö karla- og tvö kvennasett. Golfklúbburinn þakkar Gentle Giants fyrir höfðinglega gjöf sem mun koma sér vel.
Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir færði Golfklúbbi Húsavíkur gjöfina fyrir hönd GG og hér er hún lengst th. ásamt Jóhönnu Guðjónsdóttur, Karli Hannesi Sigurðssyni og Sigurði Hreinssyni.