Gaumur - Afbrotum fækkar á MiðsvæðiAlmennt - - Lestrar 106
Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi eystra hefur nú birt nýjustu gögn um afbrot á Miðsvæði í samanburði við landið allt.
Birtar eru upplýsingar um földa afbrota miðað við 10.000 íbúa.
Á vöktunartíma Gaums hefur tíðni afbrota alltaf verið lægri á Miðsvæði en á landinu öllu.
Fæst voru afbrotin á Miðsvæði árið 2012, 596 talsins en flest árið 2019, 2.090 talsins.
Þróunin hefur þó verið í þá átt að á vöktunartímanum hefur afbrotum farið fjölgandi, en þau voru 1.019 árið 2011 og 1.378 árið 2020. Á milli áranna 2019 og 2020 varð umtalsverð fækkun á afbrotum bæði á landinu öllu og á miðsvæði.
Eins og áður hefur komið fram á vettvangi Gaums fékk lögregluembættið aukið fjármagn til umferðaeftirlits á árinu 2019 og því var um skipulegra eftirlit að ræða hluta ársins 2019 en öllu jöfn er viðhaft.
Það skýrir því að stærstum hluta þá miklu fjölgun sem var á afbrotum á Miðsvæði á því ári og að sama skapi fækkun á milli áranna 2019 og 2020.