26. mar
Gamlar myndir frá HúsavíkAlmennt - - Lestrar 811
Sólveig Sigurðardóttir frá Hlíð sem nú er búsett á Seyðisfirði sendi nokkrar myndir
sem hún hafði undir höndum og teknar voru á Húsavík. Myndirnar eru teknar um 1971 miðað við
ártalið á myndunum en gætu þó verið eitthvað eldri.
Nú væri gaman ef þeir sem þekkja einhverja á myndunum skrifi nöfn þeirra í athugasemdir öðrum til fróðleiks.
Myndin af strákunum á bryggjunni er á ljósmyndasýningu á Þjóðminjasafninu og þar segir að hún sé tekin 1962. Kannast einhver við guttana ?