Fyrstu íbúðirnar afhentar í Lyngholti 42-50

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, í umboði Bjargs íbúðafélags afhenti í gær þremur leigutökum íbúðir í Lyngholti 42-50.

Fyrstu íbúðirnar afhentar í Lyngholti 42-50
Almennt - - Lestrar 105

Aðalsteinn Árni og Unnur Erlingsdóttir.
Aðalsteinn Árni og Unnur Erlingsdóttir.

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, í umboði Bjargs íbúðafélags afhenti í gær þremur leigutökum íbúðir í Lyngholti 42-50.

Hinar íbúðirnar þrjár, eru jafnframt klárar, og verða afhentar á næstu dögum.

Það var Unnur Lilja Erlingsdóttir sem tók við fyrstu lyklunum. Um er að ræða tímamót enda hefur Bjarg íbúðafélag ekki áður boðið upp á leiguíbúðir á Húsavík.

Framsýn hefur ákveðið að fylgja því eftir að Bjarg komi að frekari uppbyggingu á Húsavík hvað varðar hentugar íbúðir fyrir félagsmenn í fullu samráði við Norðurþing. (framsyn.is)

Ljósmynd Hafþór

Aðalsteinn Árni Baldursson afhenti Unni Erlingsdóttur fyrstu íbúðina.

Ljósmynd Hafþór

Unnið er að frágangi lóða í blíðunni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744