13. des
Fyrsta túrbína Þeistareykjavirkjunar komin til HúsavíkurAlmennt - - Lestrar 740
Flutningaskipið BBC Polonia kom í kvöld til Húsavíkur með fyrstu túrbínu Þeistareykjavirkjunar.
Dráttarbáturinn Sleipnir kom frá Akureyri til aðtoðar við að leggja þessu 123 metra skipi að viðlegukanti Bökugarðsins en túrbínan verður flutt upp á Þeistareyki á morgun.
Gaukur Hjartarson tók meðfylgjandi mynd í kvöld þegar BBC Polonia var að leggjast að Bökugarðinum.