Fyrsta hópbólusetningin gegn Covid 19 á HúsavíkAlmennt - - Lestrar 806
Fyrsta hópbólusetning HSN á Húsavík gegn Covid 19 fór fram í Íþróttahöllinni í dag og gekk mjög vel.
Þar voru 235 einstaklingar bólu-settir en þess má einnig geta að 29 einstaklingar voru bólusettir á Raufarhöfn í dag. Alls 264 einstaklingar.
Um er að ræða einstaklinga eldri en 70 ára sem fengu Aztra Zenica og heilbrigðisstarfsmenn og slökkviliðsmenn ásamt starfsmönnum á sambýlum og apótekum sem fengu bóluefnið frá Pfizer.
Þessir brosmildu hjúkrunarfræðingar sáu um að sprauta fólkið.
Um fjörutíu stólum var raðað með öruggu bili og þeir sem boðaðir voru komu inn í hollum.
Bólusetningin hafin.
Steini Hall fékk sína sprautu.
Díana Jónsdóttir sprautar hér bóluefninu í móður sína Halldóru Harðardóttur.