Fulltrúi lands og ţjóđar

Á heimasíđu Borgarhólsskóla segir ađ unga fólkiđ okkar standi sig víđa vel.

Fulltrúi lands og ţjóđar
Íţróttir - - Lestrar 787

Arney Kjartansdóttir.
Arney Kjartansdóttir.

Á heimasíđu Borgarhólsskóla segir ađ unga fólkiđ okkar standi sig víđa vel.

Arney Kjartansdóttir, nemandi í 10. bekk hefur ćft blak í sex ár og tekiđ ţátt í slíkum ćfingum og fór nýveriđ til Tékklands til ađ keppa međ U-17 landsliđinu í blaki.

Heimasíđan fékk Arneyju til ađ segja ađeins fráferđlaginu sínu.

Flogiđ var til Póllands og ţađan ekiđ til Olomouc í Tékklandi ţar sem undankeppni EM  fór fram. Lagt var af stađ í ferđina síđla kvölds ţann 3. janúar síđastliđinn og komiđ til Póllands snemma morguns ţann 4. janúar. Í hópnum eru tólf stúlkur á aldrinum 15 – 17 ára auk ţjálfara og ađstođarliđs.

Eftir innritun á hótel snćddi hópurinn hádegisverđ og hélt svo á ćfingu. Ađ henni lokinni var fundur um framhaldiđ og ađ honum loknum afslöppun og hvíld.

Fyrsti leikurinn var gegn heimaliđi Tékka sem unnu leikinn en frábćr leikur engu ađ síđur. „Ţessi tékknesku leikmenn voru allir yfir tveir metrar á hćđ“ segir Arney. Eftir leik var hvíld og kvöldverđur.

Nćsti leikur var gegn Slóveníu en í upphitun fyrir leik var dansađur línudans eđa kúrekadans. Slóvenar unnu leikinn. Ađ leik lokiđ óskuđu önnur liđ eftir ađ fá dansa dansinn aftur og allir áhorfendur tóku ţátt. Ţađ var mjög skemmtilegt.

Hópurinn horfđi á spennandi leik Spánverja og Tékka ţar sem Spánverjar sigruđu.

Á síđasta keppnisdegi vaknađi hópurinn snemma enda mikilvćgur leikur framundan gegn firnasterku liđi Spánverja. Eftir ćfingar og fundi um leikinn er svokallađur „get ready“ tími ţar sem leikmenn fara í sjúkraţjálfun, greiđslu og styđja hver annan međ hvatningu fyrir leik. Spánverjar sigruđu leikinn. Eftir leikinn var fariđ í borgarrölt, verslađ og snćtt á huggulegum ítölskum veitingastađ. Hinsvegar var fariđ snemma í háttinn enda heimferđ framundan snemma dags.

Ekiđ var til Vínarborgar og ţađan flogiđ heim til Íslands. „Ţetta var alveg geggjuđ ferđ og frábćr reynsla fyrir mig“, segir Arney sem vonast til ađ hún fái tćkifćri til ađ fara í fleiri ferđir sem ţessa í blakinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744