FSH einn af Mannréttindaskólum ársins 2020

Grunn- og framhaldsskólar landsins stóðu sig vel í keppninni um mannréttindaskóla ársins fyrir árlegu herferð Amnesty International ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI.

FSH einn af Mannréttindaskólum ársins 2020
Almennt - - Lestrar 95

Grunn- og framhaldsskólar landsins stóðu sig vel í keppninni um mannréttindaskóla ársins fyrir árlegu herferð Amnesty International ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI. 

Þrátt fyrir samdrátt í söfnun undirskrifta vegna kórónu-veirufaraldursins söfnuðu skólar landsins í heildina 7907 undir-skriftum.

Þar af komu 2502 undirskriftir frá grunnskólum og 5407 undirskriftir frá framhaldsskólum.

Framhaldsskólinn á Húsavík er einn fjögurra Mannréttindaskóla ársins 202 en nemendur hans söfnuðu flestum undirskriftum miðað við nemendafjölda. Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík söfnuðu flestum undirskriftum í framhaldsskólakeppninni.

Í grunnskólakeppninni söfnuðu nemendur Háteigsskóla í Reykjavík flestum yndirskriftum en Alþjóðaskólinn flestum undirskriftum miðað við nemendafjölda.

"Við erum afar stolt af nemendum okkar, sem lögðu Amnesty International svo einarðlega lið með undirskriftum sínum í árlegri herferð Amnesty International ÞITT NAFN BJARGAR LÍFI. Frumkvæði, samvinna og hugrekki eru einkunnarorð nemenda Framhaldsskólans á Húsavík og það er sannarlega sýnt í verki hér" segir á heimasíðu Framhaldsskólans á Húsavík.. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744