Friðrik Glúmsson í Vallakoti er 100 ára í dagFólk - - Lestrar 409
Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Reykjadal er 100 ára í dag.
Friðrik, eða Filli eins og hann er jafnan kallaður, ætlar samkvæmt frétt á mbl.is að fagna afmælinu með því að heimsækja Fagraskóg í Eyjafirði.
Þar var hann fjósamaður og svínahirðir í fjögur ár á meðan Stefán Stefánsson, bróðir Davíðs Stefánssonar skálds, sat á Alþingi.
Síðdegis í dag ætlar Friðrik að fagna afmælinu með heimilisfólkinu í Vallakoti.
Í Vallakoti er hann fæddur og hefur búið alla tíð fyrir utan árin fjögur í Fagraskógi. Þar býr Friðrik ásamt bróðursyni sínum Þórsteini R. Þórsteinssyni og konu hans Jóhönnu Magneu Stefánsdóttur.
Friðrik er sonur Glúms Hólmgeirssonar, bónda í Vallakoti, sem varð 98 ára og Sigrúnar Friðriksdóttur. Bróðir Friðriks, Þórsteinn, er 86 ára, en systir þeirra Guðrún hafði náð 100 ára aldri þegar hún lést í fyrra. (mbl.is)
640.is óskar Friðriki til hamingju með daginn.