Friðrik Glúmsson í Vallakoti er 100 ára í dag

Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Reykjadal er 100 ára í dag.

Friðrik Glúmsson.
Friðrik Glúmsson.

Friðrik Glúmsson í Vallakoti í Reykjadal er 100 ára í dag.

Friðrik, eða Filli eins og hann er jafnan kallaður, ætlar samkvæmt frétt á mbl.is að fagna afmælinu með því að heim­sækja Fagra­skóg í Eyjaf­irði.

Þar var hann fjósamaður og svína­hirðir í fjög­ur ár á meðan Stefán Stef­áns­son, bróðir Davíðs Stef­áns­son­ar skálds, sat á Alþingi.

Síðdegis í dag ætlar Friðrik að fagn­a afmælinu með heim­il­is­fólk­inu í Valla­koti.

Í Vallakoti er hann fædd­ur og hef­ur búið alla tíð fyr­ir utan árin fjög­ur í Fagra­skógi. Þar býr Friðrik ásamt bróður­syni sín­um Þór­steini R. Þór­steins­syni og konu hans Jó­hönnu Magneu Stef­áns­dótt­ur.

Friðrik er son­ur Glúms Hólm­geirs­son­ar, bónda í Valla­koti, sem varð 98 ára og Sigrún­ar Friðriks­dótt­ur. Bróðir Friðriks, Þór­steinn, er 86 ára, en syst­ir þeirra Guðrún hafði náð 100 ára aldri þegar hún lést í fyrra. (mbl.is)

640.is óskar Friðriki til hamingju með daginn.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744