Framsn varar vi niurskuri hj sslumanni

stjrnarfundi stttarflagsins Framsnar dgunum var niurskurur hj sslumanninum Hsavk til umru og var eftirfarandi lyktun samykkt

Framsn varar vi niurskuri hj sslumanni
Asent efni - - Lestrar 398

Á stjórnarfundi stéttarfélagsins Framsýnar á dögunum var niðurskurður hjá sýslumanninum á Húsavík til umræðu og var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

Ályktun
Um embætti sýslumannsins á Húsavík

Framsýn- stéttarfélag varar við boðuðum breytingum á sýslumannsembættinu á Húsavík. Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum stendur til að sameina sýslumannsembættin á Norðurlandi, þó þannig að embættin verði tvö. Annars vegar Sýslumaðurinn á Norðurlandi og hins vegar Lögreglustjórinn á Norðurlandi.

Framsýn óttast að við þessar breytingar muni stöðugildum fækka hjá embættinu á Húsavík og þjónusta við íbúa svæðisins skerðast. Því miður hefur opinberum störfum á Húsavík fækkað á síðustu árum. Framsýn telur mikilvægt að horft verði til þess þegar endurskipulagning á nýju embættunum fer fram með það að leiðarljósi að störfum verði fjölgað á Húsavík. Mikil mannauður er til staðar hjá sýslumannsembættinu á Húsavík sem mikilvægt er að nýta til góðra verka hjá nýjum embættum. Auk þess sem um er að ræða mjög verðmæt störf fyrir svæðið.

Þá varar félagið einnig við niðurskurði á fjármunum til löggæslu í Þingeyjarsýslum. Niðurskurðurinn er þegar farinn að koma niður á öryggi íbúanna á svæðinu sem er graf alvarlegt mál. Framsýn hvetur dómsmálaráðherra til að tryggja nægjanlegt fjármagn til löggæslu á svæðinu. Jafnframt að stöðugildi lögregluþjóna verði með ásættanlegum hætti fyrir íbúana og allan þann fjölda ferðamanna sem heimsækja Þingeyjarsýslurnar á hverju ári. Við annað verður ekki unað.

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744