03. nóv
Framsýn og Ernir framlengja samning um flugmiðakaupAlmennt - - Lestrar 145
Framsýn hefur endurnýjað samning við Flugfélagið Erni um kaup á flugmiðum fyrir félagsmenn.
Í tilkynningu segir að flugmiðaviðskiptin hljóði upp á kr. 9.000.000,- sem gera 600 flugmiða. Vegna mikilla kostnaðar- og eldsneytishækkana í heiminum síðustu mánuði hækka miðarnir frá flugfélaginu úr kr. 12.000,- í kr. 15.000,- og hefur nýja verðið þegar tekið gildi.
Miðarnir verða áfram seldir til félagsmanna á kostnaðarverði.