Frá unglingadeildinni Náttfara-Haust 2012

Unglingadeild björgunnarsveitarinnar Garðars heitir Náttfari og er mjög virk, hún er starftækt fyrir unglinga á aldrinum 15-20 ára og aðeins

Frá unglingadeildinni Náttfara-Haust 2012
Aðsent efni - - Lestrar 782

Unglingadeild björgunnarsveitarinnar Garðars heitir Náttfari og er mjög virk, hún er starftækt fyrir unglinga á aldrinum 15-20 ára og aðeins dugnaðarforkar geta tekist á við verkefni sem við í unglingadeildinni tökum okkur fyrir hendur.

Veturinn hjá okkur yngsta hópnum, 15-16 ára, hefur byrjað af krafti, við höfum lært á ýmisskonar tækjabúnað svo sem áttavita, gps tæki og lært nokkra hnúta. Okkur gafst einnig tækifæri til að fara með unglingadeildinni á Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði uppá Reykjaheiði þar sem við skemmtum okkur konunglega. Þar fórum við í hellaskoðun,  sig, klifur og ýmsa samskiptaleiki auk þess að koma við í Þeistareykjaskála og borða nesti.  Við enduðum svo daginn á að fara í sund í Heiðarbæ og á pítsuhlaðborð á Sölku.

NF

NF

Núna á næstunni ætlum við að kynna okkur lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabíla sem eru helstu samstarfsaðilar björgunarsveitarinnar, einnig munum við taka þátt í að selja Neyðarkallinn sem verður til sölu í anddyri Samkaupa fyrstu helgina í nóvember.

Að lokum hvetjum við alla til að kynna sér starfssemi björgunarsveitarinnar nánar.

10. bekkingar í Náttfara.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744