Frá Grunni í Gull, blakbúđir á Húsavík

Helgina 23.-25. mars 2018 mun Vladimir Vanja Grbic vera međ blakbúđir á Húsavík.

Frá Grunni í Gull, blakbúđir á Húsavík
Íţróttir - - Lestrar 507

Helgina 23.-25. mars 2018 mun Vladimir Vanja Grbic vera međ blakbúđir á Húsavík.

Verkefniđ er samstarfsverkefni blakdeildar Völsungs (Blakdeild Völsungs), BLÍ - Blaksamband Íslands og Special Olympics á Íslandi (Íţróttasamband fatlađra) en Vladimir Grbic er „Global Ambassador volleyball" hjá Special Olympics.

Grbic var fyrirliđi gullverđlaunahafa Júgóslava á Ólympíuleikunum i Sydney áriđ 2000 auk ţess ađ hafa unniđ til fjölda verđlauna á heims- og Evrópumótum í blaki.
Grbic var tekinn inn í Hall of Fame í blaki áriđ 2011. 
Grbic mun vera međ frćđilegan fyrirlestur sem og verklega ţjálfun ţar sem lögđ verđur áhersla á tćknileg atriđi, ţjálfunarađferđir og andlegu hliđina og hvernig ţessir ţćttir móta og hvetja unga iđkendur til afreka. 

Föstudagskvöldiđ 23. mars verđur frćđilegur fyrirlestur fyrir ţjálfara, íţróttakennara og áhugasama. Fyrirlesturinn á ekki síđur viđ ţá sem koma ađ öđrum íţróttagreinum.

Blakbúđirnar hefjast svo á laugardaginn 24. mars. Ţann dag verđur áhersla á efni tengt fyrirlestrinum kvöldiđ áđur og á erindi viđ flestar greinar íţrótta. Á sunnudeginum verđur áhersla lögđ á blakíţróttina.

Verkefniđ er ţví fyrir blakiđkendur á aldrinum 11 - 18 ára á laugardegi og sunnudegi. Fyrir ţjálfara, íţróttakennara og áhugasama frá föstudagskvöldi til sunnudags.

Sjá nánar á heimasíđu Völsungs.

Nánari upplýsingar og um verkefiđ er á Facebook síđu ţess Frá Grunni í Gull.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744