Flćđi tímans, ný plata frá Sveini HaukssyniAlmennt - - Lestrar 267
Húsvíkingurinn Sveinn Hauksson gefur út um ţessar mundir nýja hljómplötu sem nefnist Flćđi tímans.
Sveinn, sem býr í Reykjavík og starfar sem rafvirki, hefur áđur gefiđ út plöturnar Dropi í hafiđ 1983, Alíslenskt ţjóđráđ 1986, Sólfingur 1998, Sólbrot 1999 og Attilla 2010.
Auk ţess hefur hann komiđ ađ fleiri hljómplötum.
Ađ sögn Sveins tók Flćđi tímans í ţađ heila fimm ár í vinnslu, unnin í samstarfi viđ Jóhann Ásmundsson, Ásmund Jóhannsson, Sigurgeir Sigmundsson, Arnar Guđjónsson ofl. en um sönginn sjá Dagur Sigurđsson, Brynhildur Oddsdóttir, Ragnar Pétur Jóhansson og Arnar Ingi Ólafsson.
Um hljóđfćraleik sjá Jóhann Ásmundsson, Ásmundur Jóhansson, Gulli Briem, Sveinn Hauksson, Sigurgeir Sigurmundsson, Arnar Gudjónsson, Óskar Gudjónsson, Rúnar Vilbergsson, Snorri Sigurđarsson Pétur Jónsson og Tómas Jónsson.
Textar eru eftir Guđberg Ađalsteinsson, Gísla á Uppsölum og Svein Hauksson.