Fjölskylduhátíð kirkjunnar á Vestmannsvatni

Sunnudaginn 10. apríl býður Kirkjumiðstöðin á Vestmannsvatni til skemmtilegrar og notalegra samverustundar á milli 11:30 og 13:30

Fjölskylduhátíð kirkjunnar á Vestmannsvatni
Almennt - - Lestrar 105

Vestmannsvatn.
Vestmannsvatn.

Sunnudaginn 10. apríl býður Kirkjumiðstöðin á Vestmannsvatni til skemmtilegrar og notalegra samverustundar á milli 11:30 og 13:30

Dagskráin hefst kl. 11.30 með hefðbundnum sunnudagaskóla þar sem verður mikill söngur, biblíusögur sagðar um atburði föstudagsins langa og páskadags. Þar að auki munu Konni kirkjufugl, Rebbi refur og fleiri vinir kirkjuskólans koma í heimsókn.       

Boðið verður upp á pylsur og svaladrykk á eftir og einnig verður heitt kaffi á könnunni.

Síðan verður farið í leiki, hægt að fá myndir að lita og föndra fallega páskaunga og þau sem vilja geta fengið andlitsmálningu.

Samveran er ætluð börnum á öllum aldri og munu fermingarbörn aðstoða sr. Sólveigu Höllu sem hefur umsjón með stundinni.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda línu á netfangiðsera.halla@gmail.com   fyrir kl. 12.00 þann 8. april, eða hafið samband í síma 820 72 75  (hjá Sólveig Höllu sem veitir nánari upplýsingar)

 

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744