Fjögur ungmenni fengu Hvatningarverðlaun VölsungsÍþróttir - - Lestrar 345
Á samkomu Völsungs í gær þar sem heiðrun íþróttafólks ársins 2022 fór fram var einnig fjórum ungmennum veitt Hvatingarverðlaun félagsins.
Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim iðkendum 15 ára og yngri sem hafa staðið sig vel í starfi félagsins á einn eða annan hátt, hvort heldur sem inni á vellinum, á æfingum eða í almennu starfi félagsins.
Tilnefningar bárust frá blak- og knattspyrnudeild Völsungs.
Eftirtaldir Völsungar hlutu hvatningarverðlaunin að þessu sinni:
- Davíð Leó Lund fyrir knattspyrnu.
- Halla Bríet Kristjánsdóttir fyrir knattspyrnu.
- Katla María Guðnadóttir fyrir blak.
- Magnús Atli Fannarsson fyrir blak.
Það verður gaman að fylgjast með þessu unga og efnilega íþróttafólki á komandi árum en með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.
Davíð Leó Lund.
Halla Bríet Kristjánsdóttir.
Magnús Atli Fannarsson.
Katla María Guðnadóttir.