Fjárhagsáćtlun Ţingeyjarsveitar 2023-2026 samţykktAlmennt - - Lestrar 99
Á fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022, var fjárhagsáćtlun Ţingeyjarsveitar 2023-2026 lög fram til síđari umrćđu og samţykkt.
Frá ţessu greinir á heimasíđu sveitarfélagsins:
Rekstrarafkoma
Í áćtluninni er gert ráđ fyrir ađ rekstarniđurstađa A-hluta verđi jákvćđ um 18,7 m.kr. og rekstrarniđurstađa A- og B-hluta verđi jákvćđ um 8,4 m.kr.
Tekjur
Gert er ráđ fyrir óbreyttri útsvarsprósentu eđa 14,52% og eru áćtlađar tekjur af útsvari 948 m.kr. á árinu 2023 sem er 8,2% hćkkun á milli ára. Álagningarstofn fasteignaskatts í sveitarfélaginu hćkkar á milli ára um 10,1% en álagningarprósentan er óbreytt. Álagningarprósenta fasteignaskatts verđur 0,35% í A flokki, 1,32% í B flokki og 1,39% í C flokki. Tekjur sveitarfélagsins af fasteignaskatti eru áćtlađar 400 m.kr. sem er aukning um 42 m.kr. á milli ára eđa 11,6%. Tekjur af lóđaleigu eru áćtlađar 57 m.kr. sem er 2 m.kr. hćkkun á milli ára eđa 4,4%.
Almenn framlög úr Jöfnunarsjóđi sveitarfélaga til Ţingeyjarsveitar eru áćtluđ 415 m.kr., sem er breyting um 7 m.kr. á milli ára. Ađ auki er gert ráđ fyrir framlagi vegna sameiningar Skútustađahrepps og Ţingeyjarsveitar sem nemur 116 m.kr.
Almennt er gert ráđ fyrir ađ gjaldskrár hćkki um 4,9% á milli ára sem er minni breyting heldur en verđlagsbreytingar en nokkrar gjaldskrár eru bundnar breytingum á byggingarvísitölu og neysluverđsvísitölu og munu taka breytingum til samrćmis viđ ţćr. Nokkuđ er ţó um frávik frá ţessu viđmiđi vegna samrćmingar gjaldskráa sem voru mismunandi í Skútustađahreppi og Ţingeyjarsveit fyrir sameiningu.
Gjöld
Gert er ráđ fyrir ađ rekstrargjöld A og B hluta sveitarfélagsins hćkki um 163 m.kr. frá fyrra ári og verđi um 2,3 milljarđar króna.
Áćtlađur rekstrarhagnađur fyrir afskriftir og fjármagnsliđi hćkkar um 8 m.kr. Ţegar miđađ er viđ útkomuspá fyrir áriđ 2022 sem ţýđir ađ framlegđ lćkkar úr 8,2% af tekjum 2022 í 7,9% áriđ 2023 og veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum lćkkar úr 7,2% í 7,0% á milli ára.
Laun og launatengd gjöld eru eins og áđur langstćrsti kostnađarliđurinn í rekstri sveitarfélagsins. Á árinu 2023 er gert ráđ fyrir ađ um 58% af öllum tekjum sveitarfélagsins verđi ráđstafađ í laun og launatengd gjöld. Margir kjarasamningar eru lausir á árinu 2023 svo ţađ ríkir töluverđ óvissa um ţróun launa á nćsta ári. Í áćtluninni fyrir áriđ 2023 er gert ráđ fyrir 5,5% hćkkun launakostnađar.
Um 45,3% tekna sveitarfélagsins á árinu 2023 rennur til frćđslu- og uppeldismála og nćst á eftir koma málaflokkarnir sameiginlegur kostnađur međ 10%, menningarmál međ 6% og félagsţjónusta međ 6%.
Skuldir
Á yfirstandandi ári nemur lántaka 300 m.kr. Á árinu 2023 er gert ráđ fyrir ađ lántaka verđi heldur minni, eđa 150 m.kr. Afborganir langtímalána áriđ 2023 eru áćtlađar 160 m.kr. Á árunum 2024 til 2026 er gert ráđ fyrir lántöku ađ fjárhćđ 570 m.kr. Skuldahlutfall sveitarfélagsins verđur ţví um 80% nćstu ár, sem er nokkru lćgra en gert var ráđ fyrir í ađdraganda sameiningar.
Fjárfestingar
Umtalsverđ fjárfestingaţörf er fyrir hendi í sveitarfélaginu. Ţar er helst ađ nefna viđhaldsframkvćmdir á skóla- og íţróttamannvirkjum. Á árinu 2023 er gert ráđ fyrir ađ fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum nemi 315 m.kr. Stćrstu einstöku fjárfestingarnar eru áframhaldandi framkvćmdir viđ göngu- og hjólastíg viđ Mývatn, 120 m.kr. og framlag Ţingeyjarsveitar vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík sem er um 60 m.kr. Á árunum 2024 til 2026 er gert ráđ fyrir fjárfestingar nemi samtals 622 m.kr. Einnig er gert ráđ fyrir 33 m.kr. í stofnframlög til Leiguíbúđa Ţingeyjarsveitar til uppbyggingar á almennum íbúđum.
Breyting á reikningsskilareglum
Međ breytingu sem gerđ var á reglugerđ nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáćtlanir og ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2021, ţurfa sveitarfélög nú ađ fćra í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáćtlanir, hlutdeild sína í byggđasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtćkjum og öđrum félögum međ ótakmarkađri ábyrgđ. Í tilviki Ţingeyjarsveitar á ţetta viđ um Dvalarheimili aldrađra sf. Hlutur sveitarfélagsins í áćtlun Dvalarheimilis aldrađra sf. fyrir árin 2023 til 2026 um rekstur, efnahag og sjóđsstreymi hefur ţví veriđ fćrđur í fjárhagsáćtlun sveitarfélagsins.