Fimm virk smit á Húsavík og 223 í sóttkví

Covid smitum fjölgað hratt í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra sl. daga og er staðan sínu verst á Akureyri en þar eru nú 78 virk smit og 990 í

Fimm virk smit á Húsavík og 223 í sóttkví
Almennt - - Lestrar 119

Covid smitum fjölgað hratt í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra sl. daga og er staðan sínu verst á Akureyri en þar eru nú 78 virk smit  og 990 í sóttkví.  
 
Þá eru 5 virk smit á Húsavík og 223 í sóttkví sem hefur talsverð áhrif á allt samfélagið.
 
Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra en þar segir jafnframt:
 
Höfum við miklar áhyggjur af stöðunni og teljum nauðsynlegt að allir hugi að sinni stöðu og vegi og meti hvað hver geti gert til að stoppa þá útbreiðslu sem er í gangi í dag. Ljóst er að sá aldur sem hvað mest virðist smitast í dag eru börn og unglingar á grunnskólaaldri, þá sér í lagi sá aldur sem ekki er bólusettur.

Aðgerðarstjórn LSNE vill því beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa með æskulýðs- , íþrótta- og félagstarf að gera hjá börnum og unglingum á grunnskólaaldri að fresta viðburðum, fundum og æfingum fram yfir næstu helgi.

Með því vonumst við til að ná það vel utan um þessa stöðu sem uppi er að þá verði hægt að mælast til þess að slík starfsemi komist aftur af stað.

Í tengslum við þetta höfum við átt samtal við bæjar- og sveitarstjóra á Norðurlandi eystra sem telja að sama skapi nauðsynlegt að beina þessum tilmælum inn í okkar samfélag.

Þá hvetjum við foreldra til að huga vel að börnum sínum og fylgjast vel með fá þau einhver einkenni Covid og fara þá með þau í skimun.
 
Hér má sjá stöðuna eins og hún er nú í morgunsárið.
 
Ljósmynd - Aðsend

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744