Feđgar efstir á Skákţingi Hugins á HúsavíkÍţróttir - - Lestrar 556
Smári Sigurđsson og hinn ungi og stórefnilegi sonur hans Kristján Ingi Smárason, eru efstir og jafnir međ 3,5 vinninga á Skákţingi Hugins á Húsavík sem nú stendur fyrir.
Hermann Ađalsteinsson og Rúnar Ísleifsson koma nćstir međ 3 vinninga hvor, ţegar 5 skákum er ólokiđ í mótinu.
Mótiđ má skođa hér á chess-results
Smári, Hermann og Rúnar eiga eftir tvćr skákir hver og úrslit gćtu ráđist á morgun ţegar Smári teflir viđ Rúnar og Kristján Inga. Takist Smára ađ vinna báđar skákirnar tryggir hann sér titilinn. Gangi ţađ ekki eftir eiga Rúnar, Kristján Ingi og Hermann möguleika á titlinum. Ekki liggur fyrir á ţessari stundu hvenćr síđustu ţrjár skákirnar fara fram.
Taflmennska hins 10 ára gamla Kristjáns Inga Smárasonar hefur vakiđ athygli á mótinu. Hann vann Sigurbjörn Ásmundsson og Ćvar Ákason, hélt jöfnu međ svörtu mönnunum gegn Hermanni, en varđ ađ játa sig sigrađan gegn Rúnari Ísleifssyni. Kristján á einungis eftir ađ tefla viđ Smára Sigurđsson föđur sinn og verđur ţađ ein af úrslita skákunum í mótinu.