Farið í vitana og viðhaldi sinnt.Almennt - - Lestrar 309
Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú í hringferð kringum um landið þar sem ástand er athugað og almennu viðhaldi sinnt á vitum landsins.
Ferðin er í samstarfi við siglingasvið Vegagerðarinnar en með í för eru tveir rafvirkjar vitadeildar vegagerðarinnar.
Farið er í þá vita sem ekki er komist í frá landi. Um er að ræða 36 vita og nokkrar baujur, alls 42 verkefni.
Lesa má nánar um verkefnið hér.
Farið var í þrjá vita á Skjálfanda, vitana í Háey, Lundey og Flatey og tók Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Tý þessar myndir þegar farið var í eyarnar.
Skipherra á Tý er Einar H. Valsson.
Lundey.
Háey.
Komið í land í Háey og uppganga framundan.
Flatey á Skjálfanda.
Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í hærri upplausn.