Fagnar launauppót hjá landvinnslufólki Samherja

Framsýn- stéttarfélag Þingeyinga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem félagið lýsir yfir ánægju sinni með ákvörðun stjórnenda Samherja hf. um

Fagnar launauppót hjá landvinnslufólki Samherja
Aðsent efni - - Lestrar 376

Framsýn- stéttarfélag Þingeyinga hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem félagið lýsir yfir ánægju sinni með ákvörðun stjórnenda Samherja hf. um að greiða starfsfólki sínu í landvinnslu allt að 100 þúsund króna launauppbót núna um mánaðarmótin, miðað við fullt starf. 

 

Félagiðfagnar þessu framtaki Samherja, sem er öðrum fyrirtækjum til eftirbreytni.

 

Samherji á og rekur tvö fyrirtæki á félagssvæði Framsýnar, Silfurstjörnuna í Öxarfirði og Reykfisk á Húsavík. Starfsmenn þeirra munu, eins og aðrir starfsmenn Samherja, njóta launauppbótarinnar.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744