Færði ungum Völsungum bolta að gjöfFólk - - Lestrar 442
Í hálfleik á leik Völsungs og Þróttar úr Vogum í dag færði Faktura ehf. ungum Völsungum fótbolta að gjöf.
Faktura ehf. er bókhalds- og fjármálafyrirtæki hér í bæ og það var Haukur Sigurgeirsson stofnandi þess og eigandi sem afhenti þessa rausnarlegu gjöf.
Það eru knattspyrnuiðkendur í 6, 7, og 8 flokki karla og kvenna sem fá bolta og þau sem voru á leiknum í dag fengu sína bolta afhenta.
Svona gjöf stuðlar að því að allir krakkar hafi tök á því að æfa og leika sér með bolta utan æfingatíma en um 90 krakkar æfa knattspyrnu í þessum þrem flokkum með Völsungi.
Haukur afhendir hér boltana.
Haukur í brekkunni með ánægðum Völsungum af yngri kynslóðinni.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.