Erla Sigurðardóttir ráðin til Ferðamálastofu

Ferðamálastofa hefur ráðið Erlu Sigurðardóttur í starf sérfræðings sem auglýst var í vor.

Erla Sigurðardóttir ráðin til Ferðamálastofu
Almennt - - Lestrar 511

Erla Sigurðardóttir.
Erla Sigurðardóttir.

Ferðamálastofa hefur ráðið Erlu Sigurðardóttur í starf sérfræðings sem auglýst var í vor. 

Á heimasíðu Ferðamálastofu segir að margir hæfir einstaklingar hafi sótt um starfið en alls bárust um 130 umsóknir.
 

Erla er með BS próf í Hótel og veitingastjórnun frá University of Wisconsin STOUT, diplóma í opinberri stjórnsýslu og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands.

Erla hefur starfað á hótelum víða um land og veitt Hvalasafninu á Húsavík forstöðu.

Þá starfaði hún um tíma sem verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands með áherslu á ferðaþjónustu. Síðastliðin tvö ár hefur Erla starfað sem fræðslu- og menningarfulltrúi fyrir sveitafélagið Norðurþing.

Erla hefur störf 4. september og verður staðsett á skrifstofunni á Akureyri.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744