09. júl
Endurgangsetning síðari ofnsins á Bakka hefur gengið velAlmennt - - Lestrar 161
Endurgangsetning síðari ofnsins í kísilveri PCC á Bakka hefur gengið vel.
Fram kemur í tilkynningu frá PCC að byrjað hafi verið að endurgangsetja ofninn um síðustu helgi.
Hleypt var afli á rafskautin og ofninn hitaður jafn og þétt í vikunni en stefnt er að mötun í hann um helgina.