Elín Aradóttir er nýr verkefnastjóri markađs- og áfangastađaţróunar

Elín Aradóttir hefur veriđ ráđin sem verkefnastjóri markađs- og áfangastađaţróunar hjá Markađsstofu Norđurlands, en starfiđ var auglýst í sumar.

Elín Aradóttir.
Elín Aradóttir.
Elín Aradóttir hefur veriđ ráđin sem verkefnastjóri markađs- og áfangastađaţróunar hjá Markađsstofu Norđurlands, en starfiđ var auglýst í sumar.
 
Verkefnastjóri vinnur í nánu samstarfi viđ ferđaţjónustuađila og sveitarfélög á öllu Norđurlandi ađ ţróun og markađssetningu áfangastađarins. Hún kemur til starfa hjá MN um miđjan september.
 
Starfsstöđ Elínar verđur á Blönduósi og hún ţekkir Norđurland vel, ţar sem hún hefur búiđ víđa í landshlutanum og ólst upp í Reykjadal í Ţingeyjarsveit. Hún lauk M.Sc. prófi í skipulags- og ţróunarfrćđum frá háskólanum í Guelph í Ontario, Kanada, B.Ed. kennaraprófi frá KÍ og diplomu í rekstrarfrćđi frá Háskólanum á Bifröst.
 
Elín hefur töluverđa reynslu úr ferđaţjónustu, af verkefnastjórnun og nýsköpun. Hún hefur á síđustu árum rekiđ vefverslunina tundra.is og sveitaverslunina á Hólabaki í Húnabyggđ. Auk ţess er hún í sveitarstjórn Húnabyggđar og hefur sinnt margvíslegum félags- og stjórnunarstörfum. Ţá var hún verkefnastjóri hjá Atvinnuţróunarfélagi Eyjafjarđar frá 2012-2013 og starfađi ţar áđur í sex ár sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiđstöđ Íslands.

  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744