Elfar Árni snýr aftur heim í Völsung - Undirskriftir í vallarhúsinu

Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn til liðs við Völsung og mun leika með uppeldisfélagi sínu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson er genginn til liðs við Völsung og mun leika með uppeldisfélagi sínu í Lengjudeildinni á komandi tímabili.
 
Elfar Árni skrifaðu undir eins árs samning í dag og er hann gífurlegur fengur fyrir félagið
 
Elfar Árni fór í Breiðablik árið 2012 og spilaði þar í þrjú ár, 56 leiki og skoraði 14 mörk. Þaðan lá leið hans í KA þar sem hann spilaði við góðan orðstír síðustu tíu árin, 209 leiki í deild og bikar og skoraði 73 mörk. 
 
Ljósmynd Hafþór
 
Elfar Árni og ármann Örn Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Völsungs takast í hendur að lokinni undirskrift.
 
Ármann Örn hafði í nógu að snúast því það voru fleiri samningar undirritaðir í vallarhúsinu í dag.
 
Ljósmynd Hafþór
 
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson framlengdi samning sinn sem þjálfari meistaraflokka til tveggja ára í dag. Alli Jói er að verða hokinn af reynslu, en hann hefur stýrt karlaliðinu síðustu tvö ár og kvennaliðinu síðustu fimm ár. Alli átti frábært sumar og sýndi snilli sína er hann fór upp með strákana og í harðri toppbaráttu með stelpurnar fram í síðasta leik.
 
Ljósmynd Hafþór
 
Arnar Pálmi Kristjánsson, fyrirliði, framlengdi samning sinn til tveggja ára. Arnar er 22 ára og hefur verið algjör lykilmaður í liði Völsungs síðustu ár. 139 leikir fyrir Völsung í deild og bikar og 15 mörk skoruð. Ekki misst úr mínútu síðan sumarið 2019! Alvöru fyrirmynd og leiðtogi.
 
Ljósmynd Hafþór
 
Bjarki Baldvinsson er hvergi nærri hættur og skrifaði undir samning til eins árs en Bjarki er langleikjahæsti leikmaður í sögu Völsungs með 325 leiki og 50 mörk í deild og bikar. Þrjátíu og fjögra ára gamall og í honum býr ómetanleg reynsla og gæði í Bjarka en hann hefur verið máttarstólpi í Völsungsliðinu síðustu 11 ár.
 
 
Ljósmynd Hafþór
 
Rafnar Máni Gunnarsson framlengir til eins árs en þessi 22 ára altmuligt leikmaður og hlaupavél hefur verið einn mikilvægasti maður liðsins undanfarin ár. Rafnar á að baki 112 leiki fyrir Völsung í deild og bikar og hefur skorað í þeim 7 mörk.
 
Á Fésbókarsíðu Græna hersins er Elfar Árni boðinn velkominn heim og framlengingum samninga við Alla Jóa, Arnar, Bjarka og Rafnar fagnað.
 
Liðið hefur hafið undirbúning sinn fyrir Lengjudeildina og von er á frekari fregnum á næstunni!

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744