01. feb
Eldur í bíl á bílastæðiAlmennt - - Lestrar 276
Eldur kviknaði í bifreið á bílastæðinu við Garðarsbraut 5 um klukkan 10 í morgun.
Eldurinn var töluverður en slökkvistarf gekk vel og eldurinn barst ekki í aðra bíla.
Fyrst var ráðist gegn honum með handslökkvitækjum, síðan var snjó mokað með snjóruðningstæki á húddið á bílnum áður en slökkviliðið kom á vettvang.
Ekki er vitað um tildrög eldsins.