09. des
Ekkert verður flogið milli Amsterdam og Akureyrar í veturFréttatilkynning - - Lestrar 480
Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur.
Í tilkynningu frá Markaðsstofu Norðurlands segir að áætlaðar hefðu 10 flugferðir frá Amsterdam til Akureyrar í febrúar og mars 2021, en vegna heimsfaraldurs Covid-19 munu þær falla niður.
Nýgengi smita í Hollandi og víðar á meginlandi Evrópu er enn mjög hátt og miklar takmarkanir á ferðalögum fólks. Voigt Travel mun þess í stað einbeita sér að sölu ferða næsta sumar, en stefnt er að vikulegum flugferðum frá 7. júní til loka ágúst.
Jafnframt eru áform um flugferðir næsta vetur, frá febrúar 2022.

































































640.is á Facebook