29. júl
Eitt smit á Húsavík og níu í sóttkvíAlmennt - - Lestrar 177
Einn er í einangrun á Húsavík eftir að hafa greinst með kórónuveiruna og níu eru í sóttkví.
Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Um síðustu helgi voru Mærudagar haldnir í bænum. Spurður segist varðstjóri lögreglunnar á Húsavík ekki vita hvort smitið tengist bæjarhátíðinni. mbl.is