Eiður Pétursson nýr formaður Framsóknarfélags Þingeyinga

Eiður Pétursson var kjörinn formaður Framsóknarfélags Þingeyinga á aðalfundi þess sem haldinn var í vikunni.

Eiður Pétursson nýr formaður Framsóknarfélags Þingeyinga
Fréttatilkynning - - Lestrar 368

Eiður Pétursson var kjörinn formaður Framsóknarfélags Þingeyinga á aðalfundi þess sem haldinn var í vikunni.

Fráfarandi formaður er Brynja Rún Benediktsdóttir sem lét af formennsku eftir nokkurra ára setu.

Í stjórn voru kjörin Bylgja Steingrímsdóttir, Eysteinn Heiðar Kristjánsson, Unnur Lilja Erlingsdóttir og Helgi Héðinsson.

Nokkuð var um inngöngu nýrra félaga en starfsemi félagsins er býsna öflug en þau eru einu stjórnmálasamtökin sem halda úti samtali við samfélagið árið um kring þar sem íbúar geta rætt við kjörna fulltrúa eða sín á milli um málefni líðandi stundar.

Félagið heldur úti laugardagsfundum þar sem allir eru velkomnir í samtal um betra samfélag.

Ljósmynd - Aðsend

 

Ný stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga. fv. Helgi Héðinsson, Eysteinn H. Kristjánsson, Bylgja Steingrímsdóttir og Eiður Péturssn.

Á myndina vantar Unni Lilju Erlingsdóttur.



  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744