Dramatískur sigur á Þrótti V - Stelpurnar með góðan útisigur

Það er ekki bara dramatík á HM í Rússlandi því þær voru dramatískar lokamínúturnar í leik Völsungs og Þrótta úr Vogum um helgina.

Alli Jói í leik gegn Vestra fyrr í sumar.
Alli Jói í leik gegn Vestra fyrr í sumar.

Það er ekki bara dramatík á HM í Rússlandi því þær voru dramatískar lokamínúturnar í leik Völsungs og Þrótta úr Vogum um helgina.

Eftir að Ásgeir Kristjánsson hafi komið heimamönnum í Völsungi yfir á 61. mínútu jöfnuðu gestirnir á þeirri 77.

Lokamínúturnar voru síðan rosalegar, staðan var 1-1 þegar fékk Völsungur vítaspyrnu. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson fór á punktinn en lét verja hjá sér. Markmaðurinn hélt ekki boltanum og eftir baráttunni um boltann í teignum síðar fengu Völsungar annað vít. Alli Jói svellkaldur á puntkinn aftur og nú skoraði hann og tryggði Völsungi sigurinn. 

Völsungur er í 3. sæti, stigi á eftir Þrótti en þrem stigum á eftir Aftureldingu sem er á toppnum með 20 stig.

Í 2. deild kvenna sótti Völsungur sótti Augnablik heim í Mosfellsbæinn sl. föstudagskvöld og landaði þar sínum öðrum sigri í sumar.

Bæði mörkin komu í síðari hálfleik, Hulda Ösp Ágústsdóttir skoraði í upphafi hans og Marta Sóley Sigmarsdóttir bætti öðru við í uppbótartíma.

Völsungur í 5. sæti með sex stig eftir fimm leiki.




  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744