Dóra Hrund ráðin forstöðumaður í Vík

Dóra Hrund Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns í Vík.

Dóra Hrund ráðin forstöðumaður í Vík
Almennt - - Lestrar 503

Dóra Hrund Gunnarsdóttir.
Dóra Hrund Gunnarsdóttir.

Dóra Hrund Gunnarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns í Vík.

Dóra Hrund er fædd og uppalin á Húsavík. Hún útskrifaðist sem þroskaþjálfi frá Háskóla Íslands árið 2018. Dóra hefur starfað með einstaklingum með langvarandi stuðningsþarfir í nær 8 ár og með því öðlast víðtæka reynslu.

Hefur hún m.a. starfað á frístundaheimili og félagsmiðstöð, í hæfingu fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir, á sambýli auk þess að hafa gegnt stöðu deildarstjóra í íbúðarkjarna í Kópavogi og stöðu forstöðuþroskaþjálfa á heimili í Kópavogi.

Dóra Hrund tekur við starfinu af Huld Aðalbjarnardóttur frá og með 1. mars 2024. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744