Dgun fagnar niurstu jaratkvagreislunnar

Dgun lsir yfir ngju me niurstur jaratkvagreislunnar ann 20. oktber sast liinn.

Dgun fagnar niurstu jaratkvagreislunnar
Asent efni - - Lestrar 521

Dögun lýsir yfir ánægju með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 20. október síðast liðinn.  Fyrir liggur að aukinn meirihluti landsmanna vill að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar að nýrri stjórnarskrá. 

Niðurstöðuna ber Alþingi í hvívetna að virða.  Nú ríður á að þingmenn fari ekki út af sporinu.  Fórnarkostnaðurinn við breiða sátt um lokaútgáfu Alþingis að nýrri stjórnarkskrá má aldrei verða útþynning frumvarps stjórnlagaráðs, líkt og fyrirhugað er að gera með frumvarp að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Dögun leggur sérstaka áherslu á að 10% viðmiðinu sem stjórnlagaráð lagði upp með í tengslum við rétt kosningabærra manna til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslna verði ekki hnikað.  Ákveði þingmenn að hækka þá tölu er hætt við því að ákvæðið verði óvirkt þar sem of erfitt verði að safna nauðsynlegum fjölda undirskrifta. Ekki er heldur neitt sem segir að þjóðaratkvæðagreiðsla fari á þann veg sem hvatamönnum að henni hugnast. (Fréttatilkynning)


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744