Demantshringurinn formlega opnaður 6. september nk,

Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst.

Demantshringurinn formlega opnaður 6. september nk,
Fréttatilkynning - - Lestrar 151

Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst. 

Opn­un­ar­hátíðin hefst með ávarpi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra en ráðherr­arnir Katrín Jak­obs­dótt­ir, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir og Kristján Þór Júlí­us­son munu klippa borða og opna þar með dem­ants­hring­inn með form­leg­um hætti.

Dem­ants­hring­ur­inn er 250 kíló­metra lang­ur hring­veg­ur á Norður­landi, sem fer fram­hjá Goðafossi, Mý­vatni, Detti­fossi, Ásbyrgi og Húsa­vík. Markaðsstofa Norður­lands hvet­ur fólk í ferðaþjón­ustu sér­stak­lega til að koma á viðburðinn en vegna fjölda­tak­mark­ana þurfa gest­ir að skrá sig á viðburðinn á vef Markaðsstofu Norður­lands.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744